Strætóbílstjóri drepinn fyrir að biðja farþega um að setja upp andlitsgrímu

59 ára franskur strætisvagnabílstjóri Philippe Monguillot lést á föstudag vegna áverka sem hann hlaut þegar ráðist var á hann eftir að hafa beðið farþega um að setja á sig grímu fyrir nef og munn vegna kórónaveirunnar.

Það skrifar fréttastofan AFP. Fréttastofan vitnar í fjölskylduna sem staðfestir andlátið.

Andlátið skekur Frakkland og hefur vakið nokkur viðbrögð á samfélagsmiðlum. Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, hyllir Philippe Monguillot og kallar hann „fyrirmyndarborgara“.

„Andlát Philippe Monguillot sem lést eftir árásina á Bayonne á sunnudag fyrir að hafa unnið starf sitt snertir okkur djúpt. Lýðveldið viðurkennir hann sem fyrirmyndar borgara og mun ekki gleyma honum. Lögin munu refsa gerendum fyrir þennann gríðarlega glæp,“ skrifar hann á Twitter.

Nokkrir hafa verið handteknir og ákærðir fyrir morð

Innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, fordæmdi einnig aðgerðirnar.

„Þeir sem eru ábyrgir fyrir dauða hans mega ekki komast undan refsingu,“ segir hann samkvæmt AFP.

Monguillot, strætisvagnabílstjóri frá borginni Bayonne, bað á sunnudag þrjá ferðamenn um að setja upp grímu fyrir vitin ef þeir vildu taka strætó. Þá var ráðist á hann með höggum og spörkum.

Í Frakklandi er það skylda að klæðast andlitsgrímu í almenningssamgöngum til að vernda sjálfan sig og aðra fyrir kórónaveirunni. Tveir menn á aldrinum 22 og 23 ára hafa verið ákærðir fyrir morðtilraun. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að hafa ekki haft afskipti af einstaklingi í hættu. Annar maður er ákærður fyrir að hafa reynt að leyna sakborningi.

Eftir árásina á sunnudag var Philippe Monguillot úrskurðaður heila dauður og lést hann síðar eins og áður segir. Samstarfsmenn hans hafa í kjölfarið farið í verkfall. Þeir halda aftur til starfa á mánudaginn.

Á miðvikudag skipulagði fjölskyldan mótmæli og minningarathöfn fyrir Monguillot á strætóstöðinni þar sem hann var drepinn.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR