Evrópusambandið hefur ákveðið að senda myndarlegan efnahagslegan hjálparpakka til Austur- og Mið-Evrópuríkja en Ítalir og Spánverjar sem hafa orðið illa úti í kórónaveirufaraldrinum fá nánast ekki neinn efnahagslegan stuðning. Hjálparpakkinn var samþykktur í síðustu viku og hljóðar upp á 37 milljarða evra og hefur honum verið skipt upp meðal aðildarlandanna.
Samkvæmt umfjöllun DR. um málið fær Ungverjaland 15 sinnum meiri aðstoð en Ítalir, samanborið við íbúafjölda.
Aðstoðin við Ungverja nemur rúmlega 90.000 ísl.kr. á hvern íbúa.
En á hvern íbúa Ítalíu nemur aðstoðin aðeins um 6.000 ísl.kr.
Mögum hefur þótt þessi staðreynd undarleg í ljósi harðrar gagnrýni ESB á stjórn Orbans vegna nýrra laga sem sett hafa verið og auka völd hans til muna í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Spánverjar fá kaldar kveðjur líka
Spáverjar fara ekki varhluta af köldum kveðjum frá ESB. Þeir hafa einnig orðið illa úti efnahagslega vegna faraldursins en líkt og Ítalir fá þeir brot af hinum efnahagslega hjálparpakka ESB. Spánverjar fá sem svarar tæplega 14.000 ísl.kr. á hvern íbúa.
Pólverjar munu fá flesta milljarðanna samkvæmt DR. Þegar Ursula von der Leyen tilkynnti um hjálparpakkann á blaðamannafundi tók hún það skýrt fram að honum væri ætlað að koma öllum aðildarlöndum ESB til hjálpar og styðja sérstaklega við þau lönd sem hafa orðið fyrir miklu atvinnuleysi vegna veirufaraldursins. En niðurstaðan er samt sú að þau tvö lönd sem eru verst leikin vegna atvinnuleysis af völdum kórónuveirunnar, Ítalía og Spánn, virðast ekki hafa áunnið sér samúð Brussel elítunnar heldur virðist viðhorfið til þeirra litast frekar af fyrirlitningu.