„Norðmenn sem hafa farið til Sýrlands til að berjast fyrir ISIS ættu að ferðast aftur til Noregs með börn sín en hljóta að búast við því að verða saksóttir,“ sagði Erna Solberg forsætisráðherra við NRK.
Baráttan gegn ISIS er á lokastigi. Samkvæmt Reuters stjórnar ISIS nú aðeins svæði sem er um 700 x 700 metrar. Solberg staðfestir nú við NRK að bardagamenn í ISIS sem eru norskir ríkisborgarar eigi rétt á að snúa aftur til Noregs. Þeir verða síðan sóttir til saka.
„Ef þeir hafa löngun til að koma aftur, munum við taka ISIS borgara til baka. En þeir verða sóttir til saka og það verða lögreglan og dómsvaldið hér heima sem munu kveða upp dóma í þessum málum,“ segir Solberg.
Ætla ekki að hafa frumkvæði að því að flytja þá heim
Börn stríðsmanna ISIS verða ekki sótt til saka, heldur verða þau undir eftirliti og þeim fylgt eftir af lögreglu.
„Sama hvað foreldrar þínir hafa gert, þá ætti að koma fram við þig eins og barn þegar þú kemur heim. Síðan verðum við að sjá til þess að foreldrarnir verði ekki hetjur í augum barnanna sem gerir svo barnið að róttæklingi. En við megum ekki gera ráð fyrir því að börn muni að feta í fótspor foreldra sinna,“ segir forsætisráðherrann, sem segir einnig að það muni verða krefjandi starf að koma í veg fyrir að börnum vígamanna verði úthýst.
„Það verður prófsteinn fyrir samfélag okkar að ganga úr skugga um að aðgerðir foreldra hafi ekki áhrif á börnin. Börn sem koma heim verða DNA-prófuð áður en þau geta mögulega öðlast norskan ríkisborgararétt.“
Samkvæmt PST gætu norskir vígamenn verið 30 með 30-40 börn. Noregur mun þó ekki sækja þá.
“Eins og staðan er núna verða þeir að geta leitað til norskrar utanríkisþjónustu til þess að koma heim. Við erum ekki að senda neinn í erfiðar öryggisaðstæður til að hjálpa neinum út,“ segir Solberg.
Hún segir að norsk yfirvöld séu nú að búa sig undir að einhverjir vilji snúa aftur til Noregs.
“Við smíðum eftirlitið með þessu fólki þannig að lögreglan fylgi eftir þeim sem koma aftur og hefur auga eftir börnunum. Solberg hefur áhyggjur af þeim mikla fjölda vígamanna sem er í Evrópu og telur að þeir séu líklegir til aðgerða í framtíðinni.