Skipherrann á flugmóðurskipinu smitaður

Skipherrann á flugmóðurskipinu USS Theodore Roosevelt sem var rekinn eftir að hafa varað við kórónuveirufaraldri um borð í skipinu eftir að smit greindist hjá áhöfninni, og krafist aðgerða, í bréfi til yfirmanna sinna, hefur verið greindur með smit. Skipherrann, Brett Crozier, var leystur frá störfum eftir að bréfinu hafði verið lekið í fjölmiðla.

Þegar hann gekk frá borði í síðasta skipti stóð áhöfnin heiðursvörð og hrópaði nafn hans enda mun hann hafa verið vinsæll meðal áhafnarinnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR