Þessari mynd hefur verið deilt um víða veröld. Hún er síðasta myndin af þremur líbönskum slökkviliðsmönnunum á lífi. Þeir eru að reyna að brjóta sér leið inn í geymslu á hafnarsvæðinu í Líbanon. Þeir hafa auðvitað ekki grænan grun um það gífurlega magn sprengiefna sem leynist í geymslunni.
Sú sem tók myndina heitir Sahar Fares og var 27 ára gömul. Hún var ekki langt frá slökkviliðsmönnunum og starfaði á sjúkrabíl. Hún sendi myndirnar beint til kærasta síns á meðan á þessu stóð. Hún fórst líka í sprengingunni.