Sér eftir að hafa tekið sér sæti á undan der Leyen

Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, er pirraður yfir því að í síðustu viku varð hann hluti af stórum leik um stól í Tyrklandi þar sem forseta framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen var vísað til sætis undir súð. Tyrklands foresti kom hlutunum þannig fyrir að einungis voru tveir stólar í boði og var Michel fljótari til að setjast við hlið Erdogan en von der Leyen stóð eftir eins og illa gerður hlutur úti á miðju gólfi. Margir hafa lýst augnablikinu sem skapaðist sem lýsandi fyrir stöðu ESB í dag. 

Atvik sem hefur fengið eigið líf á samfélagsmiðlum eins og #sofagate.

– Ég sé mjög eftir öllu ástandinu. Ég hef farið í gegnum allt atriðið í höfðinu á mér og ég vildi að ég gæti spólað tíma til baka. Ef ég gæti, myndi ég ganga úr skugga um að það væri alls ekki hægt að misskilja að ég tók mér sæti á undan von der Leyen, sagði Charles Michel í viðtali við fjölmiðla um helgina.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR