Sendiráð stofnar skóla

Myndin er af vef Reykjanesbæjar

Pólskur móðurmálsskóli hefur verið stofnsettur í Myllubakkaskóla fyrir börn af pólskum uppruna á Suðurnesjum. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 4 til 14 ára. Skólinn var upprunalega í kaþólsku kirkjunni á Ásbrú en hefur nú verið fluttur í Myllubakkaskóla í samstarfi við Reykjanesbæ. Kennt er á laugardögum í skólanum. Þó munu börn á aldrinum 4-5 ára vera eitthvað áfram á Ásbrú en eldri nemendur fá kennslu í Myllubakkaskóla. Fjöldi nemenda hefur verið ríflega 100. Í skólanum er kennt pólskt móðurmál, saga, bókmenntir, landafræði og trúarbragðafræði en um það geta foreldrar valið sérstaklega fyrir börn sín.

Skólinn er öllum opinn og gjaldfrjáls.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR