Segist ekki ætla að hætta á að faraldurinn taki sig upp aftur

Boris Johnson snéri aftur til vinnu í dag eftir veikindi af völdum kóraónaveirunnar. Hann sagði í ávarpi fyrir ráðherrabústaðinn í Downingsstræti 10 að hann hefði ekki í hyggju að aflétta samkomubanni of fljótt. Ríkisstjórnin geti ekki eins og er spáð fyrir um hvenær hægt verði að létta á ferðatakmörkum. Johnson hefur verið undir þrýstingi um að gefa eitthvað út um hvenær ferða -og samkomutakmörkunum verði aflétt.

Hann hvatti breskan almenning til að fara áfram varlega í samskiptum og sagðist ekki myndu gera lítið úr þeim fórnum sem breskur almenningur hefði nú þegar fært, hann ætlaði ekki að sofna á verðinum og hætta á að veirufaraldurinn taki sig upp aftur í landinu. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR