Segir RÚV fara daglega með falsfréttir um Trump – og Pence hafi bannað nærveru RÚV í heimsókn sinni hingað til lands

Einn harðasti gagnrýnandi RÚV er Guðmundur Franklín Jónsson. Guðmundur hefur haldið úti harðri ádeilu á það sem hann kallar falsfréttir RÚV á millumerkinu #KemurEkkiARUV. Í athugasemd sem Guðmundur hefur birt á fésbókinni skakar hann RÚV um að fara með falsfréttir um Trump og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir haldi virkilega að Trump sé að fara að gera henni eða ríkisstjórninni einhvern greiða? Eins og skinna.is hefur fjallað um, og aðrir fjölmiðlar, hafa utanríkisráðherra og forsætisráðherra beðið um samtal við ráðamenn í stjórn Bandaríkjanna, þar á meðal Trump, til að mótmæla því að Ísland sé á lista yfir lönd sem hafa ekki flugleyfi til Bandaríkjanna. Telja þau sig í aðstöðu til að knýja fram undanþágu frá flugbanninu sem Trump setti á Evrópu og nær til Íslands líka. Guðmundur segir þetta um RÚV og íslenska ráðamenn:

„RÚV er búið að fara með falsfréttir daglega nú á fimmta ár um Trump. Pence bannaði nærveru RÚV í opinberri heimsókn.“

Guðmundur Franklín Jónsson.

„RÚV er búið að fara með falsfréttir daglega nú á fimmta ár um Trump. Pence bannaði nærveru RÚV í opinberri heimsókn. Forsætisráðherra ætlaði að hundsa fund með varaforsetanum. Fyrir utan heimskulegt athæfi íslenskra stjórnvalda þegar við tókum sæti BNA í Mannréttindan. Sameinuðuþj. [Mannréttindaráði Sameinuðuþjóðana].  Ætlast þetta sama fólk til þess að Trump geri stjórnvöldum greiða? Fæst orð bera minnsta ábyrgð Katrín! Og kurteisi kostar ekki neitt,“ segir Guðmundur Franklín í færslu sinni á fésbókinni.Sterkur orðrómur hefur verið um að Guðmundur Franklín hafi í hyggju að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR