Ný framkvæmdastjórn ESB var í dag samþykkt af þingi ESB. Þingið tók sinn tíma í að veita samþykki sitt og tala erlendir fjölmiðlar um að þingið hafi loksins gert það með miklum trega.
Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin undir forystu hinnar þýsku Ursulu von der Leyen getur hafið störf á sunnudaginn 1. desember.
Alls 157 þingmenn kusu gegn tillögu að nýrri framkvæmdastjórn en 89 þingmenn skiluðu auðu.
Von der Leyen átti í brasi með að fá samþykkt fyrir brottvikningu framkvæmdastjórna sem fyrir voru og fá nýja samþykkta í staðin.
Það olli pirringi hjá ráðamönnum ESB þegar tilnefningum um framkvæmdastjóra frá Ungverjalandi, Frakklandi og Rúmeníu var hafnað af þinginu. Þar með þurftu þessi lönd að fara af stað í leit að nýjum kandídötum í stöðu framkvæmdastjóra.
Hin nýja framkvæmdastjórn mun setja loftslagsmál á oddinn í störfum sínum á komandi mánuðum. Hefur framkvæmdastjórnin boðað að hún muni leggja fram nýja áætlun í loftslagsmálum sem nefnd hefur verið „European Green Deal“ og verður hún nánar kynnt innan 100 daga frá því framkvæmdastjórnin hefur störf.