Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem þróað var í landinu, hafi verið skráð til notkunar og þegar hafi ein dætra hans verið bólusett.
Pútín talaði á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag og sagði að bóluefnið hafi reynst virkt við prófanir og bjóði upp á varanlegt ónæmi fyrir kórónuveirunni.
Pútín lagði áherslu á að bóluefnið hafi farið í nauðsynlegar prófanir. Hann bætti við að önnur af tveimur dætrum hans hafi fengið skammt af bóluefninu og líði vel.