Ringo barði trommur í Atlavík

Að venju var mikið um að vera um verzlunarmannahelgina og fólk streymdi á samkomur um allt land. Mestur var straumurinn til Atlavíkur, enda var þar veðursældin mest og ekki spillti fyrir, að þangað hafði verið fenginn góður gestur. Var það brezki bítilinn og trommuleikarinn Ringo Starr, sem kominn var til landsins ásamt konu sinni Barböru Bach og gagnert til að afhenda verðlaun í hljómseitarsamkeppni á samkomunni. Fyrir eindregin tilmæli lét Ringo til leiðast að leika á trommur við frábærar undirtektir. Þá notuðu þau hjónin tækifærið til að bregða sér á hestbak.

Þannig var þetta 1984. Stuðmenn sáu meðal annars um að halda uppi fjörinu og ef Sögumolar muna það rétt spilaði upprennandi stelpuband á ballinu sem kallaði sig Dúkkulísur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR