Remdesivir: Líkleg kórónuveirumeðferð

Þegar heimurinn reynir hvað hann getur við að halda aftur af kórónuveirufaraldrinum, er verið að prófa tilrauna veirulyf sem kallað er remdesivir og gæti hugsanlega dugað sem meðferðarúrræði.

Á blaðamannafundi á fimmtudag, lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti, og Stephen Hahn, framkvæmdastjóri FDA, nokkrum aðferðum og lyfjum sem verið er að prófa, svo sem klórókín (chloroquine), lyf sem lengi var notað til að meðhöndla malaríu og remdesivir, sem er verið að prófa í að minnsta kosti fimm aðskildum rannsóknum.

Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (The National Institutes of Health (NIH)),  hefur til dæmis hafið klíníska rannsókn á remdesivir til að meðhöndla COVID-19. Verkefnið við læknamiðstöð Háskólans í Nebraska (UNMC) í Omaha er fyrsta klíníska rannsóknin í Bandaríkjunum til að meta tilraunameðferðina við smitsjúkdómnum.

Fyrsti þátttakandinn í rannsókninni er  Bandaríkjamaður sem var fluttur heim eftir að hafa verið settur í sóttkví á Diamond Princess skemmtiskipinu sem lagðist að bryggju í Yokohama í Japan fyrr á þessu ári. Bandaríkjamaðurinn bauðst sjálfviljugur til að taka þátt í rannsókninni, að sögn embættismanna.

Remdesivir lyfið er þróað af Gilead Sciences, og er lýst sem „breiðvirku veirueyðandi meðferðarlyfi.“ Áður hefur remdesivir verið notað til að meðhöndla fólk með ebólu. Lyfið hefur einnig reynst vel í dýralíkönum, í meðferðúrræðum á öndunarfæraheilkenni í Miðausturlöndum (MERS) og alvarlegu bráða öndunarfæraheilkenni (SARS), samkvæmt yfirlýsingu Heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna.

Þann 26. febrúar tilkynnti Gilead Sciences um upphaf tveggja klínískra 3. stigs rannsókna til að meta öryggi og virkni remdesivir við meðhöndlun fullorðinna sem greindir eru með COVID-19. Þessar rannsóknir munu styðjast við um það bil þúsund sjúklinga rannsóknarúrtak, aðallega í Asíu, sem og öðrum löndum á heimsvísu þar sem fjöldi greindra tilvika byrjaði í mars,“ segir í yfirlýsingu Gilead. „Rannsóknirnar munu meta áhrif þess að nota tveggja skammta meðferð af remdesivir.“

Aðrar rannsóknir á remdesivir, eru m.a. tvær klínískar rannsóknir í Hubei héraði í Kína, að sögn Gilead Sciences. Búist er við niðurstöðum úr rannsóknunum í Kína í apríl.

Frá og með fimmtudagseftirmiðdegi hafa að minnsta kosti 236.384 kórónuveiru smit greinst um heim allan, þar af eru 10.755 í Bandaríkjunum. Sjúkdómurinn hefur verið að minnsta kosti lagt 9.790 manns að velli um heim allan, þar af 154 einstaklinga í Bandaríkjunum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR