Charlie Hebdo hefur birt ádeiluteikningu af forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega hefur talað gegn Frökkum og sérstaklega Emmanuel Macron forseta fyrir að vera and-múslimskur.
Á teikningunni drekkur forsetinn bjór á meðan hann lyftir upp hijab konu svo maður sjái rassinn á henni.
Yfirskriftir er: „Erdogan: Í einrúmi er hann virkilega fyndinn.“
Það hefur í kjölfarið orðið til þess að Tyrkir saka Charlie Hebdo um „menningarlegan rasisma“.
– Við fordæmum viðbjóðslega tilraun þessa tímarits til að dreifa menningarlegum kynþáttafordómum og hatri, skrifar samskiptastjóri Erdogans á Twitter.