Reiði Tyrkja vegna franskrar ádeiluteikningar af Erdogan

Charlie Hebdo hefur birt ádeiluteikningu af forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega hefur talað gegn Frökkum og sérstaklega Emmanuel Macron forseta fyrir að vera and-múslimskur.

Á teikningunni drekkur forsetinn bjór á meðan hann lyftir upp hijab konu svo maður sjái rassinn á henni.

Yfirskriftir er: „Erdogan: Í einrúmi er hann virkilega fyndinn.“

Það hefur í kjölfarið orðið til þess að Tyrkir saka Charlie Hebdo um „menningarlegan rasisma“.

– Við fordæmum viðbjóðslega tilraun þessa tímarits til að dreifa menningarlegum kynþáttafordómum og hatri, skrifar samskiptastjóri Erdogans á Twitter.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR