Pirraðir Píratar

Píratinn Helgi Hrafn sýndi af sér undarlega hegðun í ræðustól Alþingis í umræðum um Þjóðkirkjuna og nýjan samning milli ríkis og kirkju.

Andúð þingmannsins var augljós í málflutningi hans þar sem hann kallaði samningin „bitch“ og úthúðaði ríkisstjórninni fyrir að reyna að koma honum í gegn rétt fyrir jól á „kostnað annarra trúfélaga.“

Pirringur Pírata er skiljanlegur enda er flokkurinn skipaður fólki sem boðar glundroða stjórnmál og hatast við lög og reglur. Fréttaveitan Viljinn benti á samband Pírata þingmannsins og Siðmenntar sem einnig hefur Þjóðkirkjuna á hornum sér en Píratinn er giftur formanni Siðmenntar. Í pistlinum var Helgi Hrafn sakaður um vanhæfni í málflutning sínum á þingi.

Þingmaðurinn brást hinn versti við og notaði dágóðan tíma í pontu þingsins til þess að bregðast við þessum ásökunum.

Var þingmanninum svo mikið niðri fyrir á tímabili að forseti þingsins sá ástæðu til að byrsta sig við þingamanninn vegna frammíkalla hans úr þingsal í umræðunum. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR