Öryrkjar íhugðu að afþakka hækkun bóta

Í ljósi  þess að örorkulífeyrir mun hækka eftir áramót óttuðust margir öryrkjar að hækkunin myndi hafa keðjuverkandi áhrif og í raun lækka ráðstöfunartekjur þeirra.

Í tilkynningu Öryrkjabandalags Íslands er því fagnað að í loka afgreiðslu fjárlaga var ákveðið að hækka húsnæðisbætur um 250 milljónir. Ef það hefði ekki verið gert hefði orðið mikil víxlverkun greiðslna og skerðinga. Margir öryrkjar höfðu áhyggjur af skerðingum sem þeir hefðu orðið fyrir og segir ÖBÍ að fólk hafi velt því fyrir sér hvort hægt væri að afþakka hækkunina. Því var gegnið í það með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar að þrýsta á um hækkun tekjuviðmiðs.

Í bréfi sem sent var á félags -og barnamálaráðherra og undirritað er af Þurðíði Hörpu Sigurðardóttur, fomanns ÖBÍ, Drífu Sædal, forseta ASÍ og Sonju Þorbergsdóttur, formanns BSRB, segir meðal annars:  

“Staðreyndin er, verði ekkert að gert, að stærsti hluti þessara auknu ráðstöfunartekna öryrkja hverfa í lækknun húsnæðisbóta. Af rúmlega 21 þúsund króna hækkun ráðstöfunartekna, munu 1.033 krónur sitja eftir hjá þeim sem hingað til hefur fengið óskertar húsnæðisbætur.”

Bréfið má sjá í heild sinni á vef ÖBÍ.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR