Oregonríki í Bandaríkjunum hefur lagt af kröfu um að nemendur geti sýnt fram á lágmarkskunnáttu í lestri, skrift og stærðfræði til þess að geta útskrifast úr menntaskóla.
Kate Brown ríkisstjóri skrifaði undir lögin í án þess að haldinn væri blaðamannafundur eða það gert opinbert fyrr en löginn birtust á vefsíðu ríkisins.
Lögin voru studd af Demókrötum á ríkisþinginu. Þeim er ætlað að bæta námsárangur minnihlutahópa eins og blökkumanna, fólks frá Rómönsku-Ameríku og amerískra frumbyggja.
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og fyrrverandi alþingismaður fyrir Viðreisn hefur einnig boðað þessa stefnu. Hann vill að nemendur þurfi ekki að ná prófum til þess að geta náð áföngum í menntaskóla og fengið stúdentspróf. Hann segir að „fallhótun“ hafi slæm áhrif á nemendur og að það sé engin gengisfelling náms fólgin í því að nemendur sem hafa ekki sýnt fram á lágmarksnámsárangur geti útskrifast.
Þessi þankagangur gengur þó ekki út frá því grundvallaratriði að einkunn og námsárangur eiga að segja til um kunnáttu eða getu í tilteknu fagi en eru ekki til að ákvarða virði einstaklingsins í samfélaginu.
Heimildir:
https://news.yahoo.com/oregon-governor-signs-bill-ending-154100667.html
Fréttablaðið 27. desember 2014, bls 16.
https://timarit.is/page/6465942#page/n15/mode/2up