Orð forsætisráðherra ekki skilin sem stuðningur við að fjölskyldan verði ekki send úr landi

Stuðningsfólk  fjölskyldu sem upprunnin er frá Egyptalandi, og segist vera flóttafólk og beðið hér um hæli, virðist hafa misskilið orð forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi í gær eða ákveðið að rangtúlka þau. Einnig hefur fréttastofa Stöðvar tvö hafa ákveðið að mistúlka það sem forsætisráðherra sagði.

Bæði lögmaður fjölskyldunnar og fréttastofa Stöðvar tvö halda því fram að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við að fólkið yrði ekki sent úr landi. Hún sagði hins vegar að sá tími sem tekið hefði að vísa fólkinu úr landi væri allt of langur og ómannúðlegur. Orð hennar verða ekki skilin á annan veg en að tilefni er til að skýra lögin strax þannig að fólki verði ekki í sjálfsvald sett hvenær það yfirgefur landið eftir að hafa fengið úrskurð um að gera það.

Hvorki vandaður, faglegur né hlutlaus fréttaflutningur

Eftir því hefur verið tekið að fréttaflutningur Fréttablaðsins , Stöðvar tvö, Ríkisútvarpsins  (RÚV) og fleiri miðla um mál hælisleitenda er alls ekki hlutlaus hvað þá vandaður eða faglegur. Fréttaflutningur þeirra í gegnum tíðina gefur til kynna að þeir hafi tekið sér stöðu gegn íslensku samfélagi með fréttaflutningi sem ekki verður skilinn öðruvísi en kröfu um að öllum sem hingað koma verði veitt hæli og í þeim fjölda eru misjafnir sauðir. Þannig er til dæmis með fjölskyldu föðurinn í þessari fjölskyldu að hann er félagi í Bræðralagi múslíma sem með réttu ættu að vera flokkuð sem hryðjuverkasamtök enda stóðu þau fyrir morðinu á Anwar Sadat forseta Egyptalands 6. október 1981. Samtökin eru kvenfjandsamleg og  stefna að því að koma á klerkaveldi í Egyptalandi líkt í Íran.

Stöð tvö reynir að reka fleyg milli stjórnarflokkana

Fréttaflutningur Stöðvar tvö í gær bar öll merki þess að reynt er að reka fleyg milli stjórnarflokkanna, með útúrsnúningi á orðum forsætisráðherra. Svona fréttaflutningur er hið rétta andlit fréttastofu Stöðvar tvö. Og nú tekur fréttastofa Ríkisútvarpsins undir.

Búast má við að næstu daga munu þessir fjölmiðlar misbeita miðlunum í þágu eigin pólitískra skoðana og áfram verður reynt að etja stjórnarflokkunum saman en ekki síst mun dómsmálaráðherrann, næstu daga og vikur, verða sérstaklega fyrir pólitískum ofsóknum þessara fjölmiðla. Áfram verður hamrað á orðum forsætisráherra og þeim snúið á hvolf.

Þeir sem hlusta á orð hennar skilja strax að hún er að kalla eftir því að fólki verði ekki gefin kostur á að draga það á langinn að yfirgefa landið, strax og þeim berst úrskurður um að gera það.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR