Nú er ljóst að nýtt afbrigði kórónaveirunnar er komið til Svíþjóðar og kom með manneskju sem ferðaðist frá Stóra-Bretlandi til Svíþjóðar.
Sá smitaði kom til Södermanland hverfisins, sem er suður af Stokkhólmi, til að halda jól og fann fyrir einkennum þegar hann kom að fjölskylduhúsinu. Daginn eftir var viðkomandi prófaður og prófið jákvætt. Hinn 22. desember var staðfest að um nýju stökkbreyttu veiruna væri að ræða.
– Við höfum prófað hina sem voru í húsinu og próf þeirra hafa hingað til verið neikvæð. Það er mat mitt að viðkomandi hafi fylgt sóttvarnarreglum og verið til fyrirmyndar á ferðinni til landsins og þegar komið var til Svíþjóðar og ég met hættuna á að smit hafi dreifst á leiðinni sem lága, segir smitvarnarlæknir á Sörmlandshéraði, Signar Mäkitalo, við SVT.
Fyrir jól tók Svíþjóð upp aðgangsbann fyrir Dani vegna þess að talið var að danskir ferðalangar myndu skapa mikla hættu á að dreifa nýja vírusafbrigðinu, sem talið er að sé 70 prósent meira smitandi en afbrigðið sem þegar er útbreitt.