Óhætt er að segja að internetið hafi logað af hæðni þegar það var opinberað að nýr passi bresks almennings verður framleiddur í Póllandi. Ekki nóg með það heldur mun það gera hátt í 200 breska launþega atvinnulausa. Framleiðslan var sett í útboð og þetta er niðurstaðan.
Breska fyrirtækið sem framleiddi breska passa þarf að segja upp 170 launþegum eftir að hið fransk/hollenska fyrirtæki Thales fékk verkefnið eftir útboðið en það er með verksmiðju í Póllandi og fær nú það verkefni að framleiða um 50 milljónir nýrra breskra vegabréfa/passa.
Nýja vegabréfið verður blátt að lit eins og það var fyrir þrjátíu árum. Vegabréfið var áður í hinum dökkbláa lit Evrópusambandsins.
Þeir sem töluðu gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu gleðjast mjög yfir þessum fréttum.