Það hefur komið vísindamönnum í Shanghai á óvart hversu lítið af mótefni gegn kórónaveirunni finnst í fólki sem hefur náð sér af veirunni. Þetta veldur því að hugmyndir manna um að hjarðónæmi myndist, smitist nógu margir af heildinni eru, í ósvissu.
Reyndar hafa þessar niðurstöður aukið óvissu manna hvort það að smitast einu sinni en ná sér síðan af veirunni sé yfirhöfuð trygging fyrir því að fá ekki aftur smit.
Við smit af öðrum tegundum af kórónaveiru myndast gott mótefni í fólki en nýjustu uppgötvanir gera menn óvissa um að svo sé með veiruna sem kallast covid-19. Vísbendingar eru um að maður geti smitast aftur og aftur.
Lítið um mótefni í ungu fólki
Vísindamennirnir við Fudan háskólann í Shanghai skoðuðu blóðprufur úr 175 sjúklingum sem útskrifaðir voru og áttu að vera lausir við veiruna. Þeir fundu út að þriðjungur var með mjög lágt hlutfall af mótefni í blóðinu. Einnig kom á óvart hversu lítið var um mótefni hjá ungu fólki.
Og það sem merkilegra var að í einhverjum tilfellum fundu þeir engin merki um að mótefni gegn veirunni væru í blóði viðkomandi. Það kom verulega á óvart og verður fylgst með þessum einstaklingum til að athuga hvort þeir muni smitast aftur af veirunni.
Tekið skal fram að rannsóknin í Fudan háskólanum er ekki vísindalega viðurkennd en hún var gerð á skipulagðan hátt og ætti að gefa góðar vísbendingar. Allir þeir sem rannsakaðir voru höfðu þjáðst af vægum einkennum veirunnar. Niðurstöðurnar frá Shanghai geta haft áhrif á þróun bóluefnis en einnig á hugmyndir manna um þróun hjarðónæmis gegn veirunni.
Bretland, Svíþjóð og Ísland treystu á hjarðónæmi
Það hefur komið fram í máli forystumanna landa eins og Bretlans, Svíþjóðar og Íslands að betra sé að sem flestir fái smit svo hjarðónæmi myndist sem fyrst gegn veirunni og til að koma í veg fyrir að veiran stingi sér niður aftur í framtíðinni. Reynist niðurstöður vísindamannanna í Fudan háskóla í Shanghai réttar er ljóst að sú stefna er orðin að engu.