Ný skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar, ,,Staða Norðurlanda 2020″, greinir lykilgögn frá Norðurlöndunum og ber þau saman milli landa og svæða. Færeyjar eru með hæsta atvinnuþátttöku á Norðurlöndunum og eru dregnar fram sem eina Norðurlandaþjóðin með hærri frjósemi sem til þarf til að viðhalda íbúafjölda þjóðar.
Öflugusta atvinnuþátttaka vinnuafls allra Norðurlanda
Skýrslan raðar öllum Norðurlöndunum í svæðisbundinni mögulegri vísitölu og ber þau saman á ýmsum lýðfræðilegum, efnahagslegum og vinnuaflslegum vísum. Ósló er í efsta sæti vísitölunnar í ár en önnur höfuðborgarsvæði Norðurlanda. Færeyjar eru í 16. sæti af 66 landsvæðum og færast upp sjö staði frá síðustu röðun árið 2018, þökk sé aðallega öflugu vinnuafli. Færeyjar ná hæsta stigi vinnuafls allra Norðurlandanna og eru með hæsta atvinnuþátttöku og lægsta atvinnuleysi ungmenna á Norðurlöndunum. Þegar litið er á flokk dreifbýlisins eru Færeyjar í fimmta sæti á eftir fjórum svæðum í nágrannalandinu Íslandi.
Breytt fólksfjölda samsetning og drífandi atvinnulíf
Samkvæmt skýrslunni standa Færeyingar upp úr þegar kemur að hlutdeild starfa í hættu er varðar sjálfvirkni. 38,7% allra starfa í Færeyjum eru talin í mikilli hættu á að verða sjálfvirk, samanborið við norræna meðaltalið, 32,1%. Danmörk er í öðru sæti með 36,7% en Noregur er með lægsta hlutdeild starfa í mikilli hættu á sjálfvirkni, 29,9%.
Með 2,5 fæðingar að meðaltali á konu, eru Færeyjar með hæstu frjósemi á Norðurlöndunum. Til að viðkoma íbúa standi í stað þegar til langs tíma er litið er heildarfrjósemi um það bil 2,1 börn á hverja konu og Færeyjar eru eini hluti Norðurlanda sem er yfir þessu stigi. Almennt hefur frjósemi farið lækkandi um öll Norðurlönd og nokkuð hratt á sumum svæðum. Á Íslandi, Noregi og Finnlandi er núverandi fæðingartíðni það lægsta sem mælst hefur.
Á Íslandi er staðan verri
Frjósemi kvenna á Íslandi árið 2018 var minni en nokkru sinni áður, en þá var frjósemi íslenskra kvenna 1,707. Meðalaldur frumbyrja hélt áfram að hækka og var 28,2 ár. Tæplega þriðjungur barna sem fæddist á Íslandi árið 2018 voru börn foreldra í hjónabandi.
Eins og á Íslandi og Grænlandi er fjöldi barna á aldrinum 0-14 ára í Færeyjum enn meiri en fjöldi fólks 65 ára og eldri, þó að munurinn hafi minnkað í gegnum árin. Færeyjar eru einnig með tiltölulega lágt hlutfall fólks með lífslíkur sem er 15 ára eða skemur, hópur sem líklega þarfnast meiri þjónustu og umönnunar en íbúarnir sem eftir eru. Hlutfallið í Færeyjum er 17,2% en norræna meðaltalið 21,2%. Þrátt fyrir þessa tölfræði er öldrun íbúa að breyta gangverki efnahagslífs og vinnumarkaðar í Færeyjum. Árið 2040 er búist við að Færeyingum á vinnualdri muni fækka um 6,6%, sem er aðeins yfir 6,5% meðaltali ESB28.
Fleiri börn fæddust í fyrra en árið 2017
Árið 2018 fæddust 4.228 börn á Íslandi, sem er fjölgun frá árinu 2017 þegar 4.071 barn fæddist. Alls fæddust 2.242 drengir og 1.986 stúlkur, en það jafngildir 1.129 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum.
Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Árið 2018 var frjósemi íslenskra kvenna 1,707 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei verið lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2017 var frjósemi 1,710 en það er næst lægsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi.