Norsk heilbrigðisyfirvöld íhuga frekari aðhaldsaðgerðir til að koma í veg fyrir að nýja veiruafbrigðið frá Bretlandi dreifist í Noregi, skrifar norska ríkisstjórnin á vefsíðu sína.
En heilbrigðisyfirvöld hafa ekki enn mælt með því að landamærum verði lokað fyrir fólk sem kemur frá Bretlandi.
– Við höfum sagt ráðuneyti heilbrigðis- og umönnunarþjónustu að við ættum að íhuga að gera prófanir á þeim sem koma frá Bretlandi innan sólarhrings. Við höfum einnig gefið ráð um að herða undanþágureglur fyrir þá sem koma frá Bretlandi og tryggja góðar upplýsingar og um fara að sóttvarnareglugerð.
Þetta segir forstöðumaður lýðheilsudeildar norsku lýðheilsustofnunarinnar, Line Vold.
Hún telur að takmarkanirnar séu þegar strangar og tillögur frá þeim muni hjálpa til við að greina allar nýjar sýkingar snemma. Heilbrigðisyfirvöld hafa aukið eftirlit með veirugreiningum á rannsóknarstofum og sent skilaboð til allra sveitarfélaga um að vera sérstaklega vakandi ef prófað er á ferðalöngum frá Englandi.
Holland og Belgía lokuðu öllu flugi frá Bretlandi á sunnudag eftir að nýtt afbrigði af kórónaveirunni fannst. Þýskaland íhugar að gera slíkt hið sama.