Neita að framselja Bretum diplomata frú sem olli dauða hjólreiðamanns

Deila Breta og Bandaríkjamanna vegna eiginkonu bandarísks diplomata í Bretlandi harðnar enn.  Konan sem heitir Anne Sacoolas er ákærð fyrir manndráp en hann mun hafa keyrt á 19 ára gamlan dreng sem var á ferð á sveitavegi í Northamptonshire í Mið-Englandi í ágúst 2019. Konan flúði úr landi eftir slysið og bar fyrir sig friðhelgi diplomata.

Bresk yfirvöld hafa gert kröfu um að konan verði framseld til Bretlands þar sem réttað verði í málinu.

Þessu hafa Bandarísk yfirvöld nú hafnað í yfirlýsingu og bera við að verði konan framseld muni það gera friðhelgi diplomata að engu og gefa hættulegt fordæmi í framtíðinni. Bresk yfirvöld hafa lýst vonbrigðum sínum með ákvörðunina en foreldrar Dunn hafa sagt að þeim komi þessi ákvörðun Bandaríkjanna ekki á óvart miðað við það sem á undan er gegnið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR