Mosfellingar geta nú leigt sér rafhlaupahjól

Fyrirtækið Oss rafrennur ehf. hóf útleigu á rafhlaupahjólum í Mosfellsbæ um miðjan nóvember. Nú geta mosfellingar leigt sér rafhlauphjól til að nota innanbæjar og verða þau á negldum dekkjum í vetur.

Nú eru mum 30 rafhjól í boði og mun þeim verða fjölgað ef eftirspurn verður meiri.

Í gegnum snjallforrit geta íbúar séð hvar næsta lausa rafhlaupahjól er staðsett og líka er hægt að sjá stöðu á hleðslu rafhlöðu hers hjóls og hversu mikill koltvísýringsútblástur sparast í hverri ferð.

Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ hvetur Haraldur Sverrisson bæjarstjóri bæjarbúa til að ferðast með þessum umhverfisvæna hætti og leggja þar með baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið.

Myndin er af vefnum mosfellingur.is

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR