Morfísæfingar á Alþingi: Steingrímur alveg að sofna

Í kvöld fóru fram morfísæfingar  á Alþingi. Svo kallaðar eldhúsdagsumræður flokkanna fyrir kosningar. Einkenni þessara morfísæfinga á Alþingi er að þær eru lýgi út í gegn og öll loforð þessa fólks sem kalla sig þingmenn verða gleymd á morgun. Enda mun þetta lið allt fara í þingflokks partý seinna í kvöld og detta í það á kostnað skattgreiðenda.

Þeir sem vita ekki hvað morfís er þá eru það ræðuæfingar framhaldsskólanema þar sem þeim er útdeilt umræðuefni í ræðukeppni, óháð því hvort þeir eru sammála því eða ekki. Ef þeir eru ekki sammála því sem þeir mæla með þá gengur ræðuæfingin út á það að trúa því sjálfir sem þeir segja og sannfæra aðra um að þeir tali af sannfæringu. Þó að það sem þeir segi sé tóm lýgi og þeir séu engan vegin í alvöru sammála því sem þeir eru að segja.

Sigurvegari kvöldsins er sennilega formaður Viðreisnar sem endurtók út sína ræðu „Við viljum, við viljum og við viljum.“ Margir myndu sennilega útleggja þessi orð sem „Gemm’ mér, gemm mér, gemm mér“ 

Ræða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, oft nefnd kúlulánadrottning, var í anda borgarfulltrúa þeirra í Reykjavík sem hélt ræður fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sem gengu út á að segja ítrekað „Ég brenn fyrir, ég brenn fyrir og ég brenn fyrir.“ Margir hlógu að þessari orðræðu en hlæja ekki lengur því nú brennur Reykjavík.

Ekki voru morfísæfingar Pírata skárri. Þær gengu út á að verja og tala um hagsmuni annarra en Íslendinga. Þeir gerðu það lýðnum ljóst að þeir vilja að skattar Íslendinga og vinnandi fólks fari í það að flytja hér inn efnahagsflóttamenn og voru morfísæfingar þeirra ekkert skárri en æfingar Viðreisnar. En munurinn á ræðum Viðreisnar og Pírata er að þeir trúa því sem þeir segja og halda að það sé sannleikur. Þetta eru hættulegustu þingmennirnir. Hættulegri en þeir sem ljúga.

Það var athyglisvert að kúlulánadrottningin skilgreindi flokkinn, sem hún náði að stela frá Benna frænda, sem sósíalistaflokk. Eða annað verður ekki skilið af ræðu hennar þar sem hún talaði um ríkisstjórnarflokkanna sem „íhaldsflokka“ sem verður ekki skilið öðruvísi en að Viðreisn, flokkur ríka fólksins, sé flokkur sósíalista?

Í útsendingu RÚV í kvöld var alveg augljóst að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var alveg búinn að fá nóg, hann var alveg við það að dotta fram á borðið eins og sést á myndinni undir ræðu Ingu Sæland formanns Flokks fólksins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR