Misjafnt hvort bæjarfélög hirða jólatré: Hér sérðu lista

Undanfarin ár hafa sum bæjarfélög boðið íbúum sínum upp á þá þjónustu að hirða jólatré og koma þeim í förgun.

Skinna kannaði hvernig þessu væri háttað með bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins eitt bæjarfélag af þeim sem skoðuð voru á höfuðborgarsvæðinu bauð ekki upp á þessa þjónustu. Það er Hafnarfjörður en þeir hættu að hirða jólatré árið 2016.

Sum bæjarfélög hafa þann háttinn á að semja við íþróttafélag í bænum um hirðingu trjánna og fer ágóðinn væntanlega í rekstur á starfi þeirra.

Hjá þessum bæjarfélögum sem skoðuð voru er þetta eftirfarandi: 

Kópavogur hirðir jólatré frá 7.jan til og með 11. jan

Hafnarfjörður sækir ekki jólatré og hefur ekki gert síðan 2016.

Garðabær hirðir jólatré 7. og 8. jan.

Mosfellsbær sækir jólatré 6. til 9. janúar.

Seltjarnarnes 7. til 11. janúar. 

Engar upplýsingar var að finna á vef Reykjavíkurborgar um hvort þessi þjónusta væri í boði. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR