Mikil jólaumferð þrátt fyrir kóvid

Þeir sem hafa verið á ferðinni síðustu daga fyrir jól hafa ekki farið varhluta af umferðarteppum. Sóttvarnalæknir sagði við fjölmiðla í gær að hann gæti ekki séð að almenningur væri að hlusta á hans varnaðarorð miðað við umferð á götum og í stórmörkuðum. Ekki er annað að skilja á sóttvarnaryfirvöldum og þeim sem sjá um spálíkan Háskólans að þeim lítist ekki á blikuna og reikni alveg eins með því að veiran sæki í sig veðrið eftir áramót.

Gangi það eftir má búast við að aftur þurfi að herða sóttvarnir. Allt fari þá aftur í sama farið. Þá má allt eins búast við að framhaldsskólar þurfi enn og aftur að loka fyrir staðnám og skipta yfir í fjarnám og sundlaugar loki dyrum sínum fyrir almenning á ný.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR