Mikil fjölgun félaga í Stofnun múslima á Íslandi

Félögum í Stofnun múslima á Íslandi hefur fjölgað um fjórðung á aðeins tveimur mánuðum samkvæmt frétt Fréttablaðsins um málið sl. miðvikudag.

251 meðlimur var skráður í Stofnun múslima í desember síðastliðnum og hafði fjölgað í 311 um síðustu mánaðarmót samkvæmt fréttinni. 

Það kemur einnig fram að ekki sé um að ræða tilfærslu milli félaga múslima heldur sé hér um hreina fjölgun að ræða. 

Deilur hafa varið innan félagaga múslima á Íslandi og  málaferli þeirra í milli. Einnig vakti það athygli þegar Karim Askari tók við forystu félagsskaparins í Ýmishúsinu í Öskjuhlíð og lýsti því yfir að samkynhneigð leiddi til barnaníðs. 

Það kemur einnig fram í umfjöllun Fréttablaðsins að Meðlimum Siðmenntar hefur fjölgað um 94, meðlimum Ásatrúarfélagsins fjölgaði um 73.

Zúistum fer hinsvegar hratt fækkandi en þeim fækkaði um 83.

Upplýsingarnar koma úr Þjóðskrá.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR