Aristóteles Sandoval var drepinn á föstudag með að minnsta kosti níu þar sem hann var á salerni á veitingastað samkvæmt fréttastofunni Al Jazeera. Hann er fyrrverandi ríkisstjóri í Jalisco-ríki sem þjakað er af eiturlyfjagengjum. Árásin átti sér stað í borginni Puerto Vallarta. Morðinginn beið eftir Sandoval á klósettinu. Sandoval hafði tvo lífverði með sér en þeir biðu úti þegar drápið var framið. Rannsókninni á morðinu hefur verið spillt, að sögn Al Jazeera, af því að starfsmenn veitingastaðarins þrifu morðstaðinn eftir morðið. Stórum hlutum ríkisins er stjórnað af lyfjahringnum Cártel de Jalisco Nueva Generación.
