Mexíkanskur fyrrverandi ríkisstjóri drepinn á salerni veitingastaðar

Aristóteles Sandoval var drepinn á föstudag með að minnsta kosti níu þar sem hann var á salerni á veitingastað samkvæmt fréttastofunni Al Jazeera. Hann er fyrrverandi ríkisstjóri í Jalisco-ríki sem þjakað er af eiturlyfjagengjum. Árásin átti sér stað í borginni Puerto Vallarta. Morðinginn beið eftir Sandoval á klósettinu. Sandoval hafði tvo lífverði með sér en þeir biðu úti þegar drápið var framið. Rannsókninni á morðinu hefur verið spillt, að sögn Al Jazeera, af því að starfsmenn veitingastaðarins þrifu morðstaðinn eftir morðið. Stórum hlutum ríkisins er stjórnað af lyfjahringnum Cártel de Jalisco Nueva Generación.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR