Fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins hefur verið úthlutað styrk sem Mennta- og menningarmálaráðherra hyggst úthluta árlega. Fyrirhugað er að veita samtals 25 milljónum næstu fimm árin og voru nú til úthlutunar 5 milljónir. Alls bárust 11 umsóknir um styrk en auglýst var eftir umsóknum í júlí. Allir umsækjendur eru skráðir fjölmiðlar hjá fjölmiðlanefnd.
Hver þeirra fær kr. 455.000 í styrk. Fjölmiðlarnir eru:
Ásprent Stíll
Björt útgáfa
Eyjasýn
N4
Prentmet Oddi
Skessuhorn
Steinprent
Tunnan prentþjónusta
Úr vör
Útgáfufélag Austurlands
Víkurfréttir