„Men in Black“ mótmæla í Kaupmannahöfn

Samtökin „Karlar í svörtu“ eru sem stendur samankomnir til boðaðra mótmæla í Kaupmannahöfn. Þeir eru nýbyrjaðir að ganga frá Forum í Frederiksberg og stefna nú í átt að Søerne, segir Caroline Clante, fréttaritari DR. 

– Það hafa verið nokkur blys á lofti og áramóta Kínverjar sprengdir, en annars er þetta tiltölulega rólegt. Það er erfitt að segja til um hversu margir eru saman komnir en þeir eru margir. Þeir hrópa „frelsi fyrir Danmörku“ og „við höfum fengið nóg“. Þetta endaði með uppnámi síðast þegar „Menn í svörtu“ mótmæltu. Þetta er ekki fyrsta skipti sem þessi samtök mótmæla eins og áður hefur komið fram og sagt hefur verið frá hér á skinna.is.

Fjölmiðlar hér á landi, svo sem RÚV, virðast ekki þora að segja frá þessum atburðum í Danmörku. Líklega vegna hræðslu við að nafnið verði tengt við hreyfinguna Black Live Matter (BLM) og þeir verði í kjölfarið ásakaðir um rasisma.

18 manns voru handteknir í Kaupmannahöfn en fimm voru handteknir í Álaborg þar sem ekki var tilkynnt um skipulögð mótmæli í dag. „Men in Black“ vill fá gagnrýnni afstöðu í umfjöllun fjölmiðla um aðgerðir stjórnvalda gegn kórónaveirunni.

Meira um málið á dr.dk hér.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR