Medici bankinn: sögubrot

Stofnandi: Giovanni di Bicci de’ Medici

Stofnað: 1397, Ítalía

Starfsemi hætt: 1494

Höfuðstöðvar: Flórens, Ítalía

Örlög: Slit

Fjöldi starfsmanna: ~40

Yfirlit

Medici bankinn (ítalska: Banco dei Medici [ˈbaŋko dei ˈmɛːdiʧi]) var fjármálastofnun stofnuð af Medici fjölskyldunni á Ítalíu á 15. öld (1397–1494). Hann var stærsti og virtasti banki Evrópu  á uppgangstíma sínum.

Það er áætlað að Medici fjölskyldan hafi verið um skeið auðugasta fjölskyldan í Evrópu. Metin á um 128 milljarða Bandaríkjadollara. Að meta auðæfi þeirra í peningum nútímans er erfitt og ónákvæmt, miðað við að þeir áttu listaverk, land og gull. Með þessum peningaauð, eignaðist fjölskyldan upphaflega vald sitt í í borgríkinu Flórens og síðar á víðari sviðum Ítalíu og Evrópu, áttu til að mynda fjóra páfa á valdastól. Til samanburðar má geta að Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er metinn á 131 milljarða Bandaríkjadollara og Bill Gates, stofnandi Microsoft, er metinn á 96 milljarða.

Athyglisvert framlag til bankastarfsemi og bókhalds, sem var brautryðjandastarf hjá Medici bankanum, var endurbætur á almenna höfuðbókarkerfinu með þróun tvöfalds færslukerfis til að rekja skuldir og inneignir eða innstæður og úttektir.

Giovanni di Bicci de ‘Medici var fyrstur einstaklingurinn af Medici ættinni sem hóf bankastarfsemi á eigin vegum en þótt hann yrði áhrifamikill í flórensínsku stjórnmálalífi, var það ekki fyrr en sonur hans Cosimo eldri tók við 1434 sem ,,gran maestro að höfuð Medici ættarinnar varð óopinberi forystumaður flórenska lýðveldisins.

Bókhald og fjármál: Þrjár Medici-nýjungar sem við notum enn í dag

Ættarheiti Medici-fjölskyldunnar er notað sem samheiti yfir umfangsmiklu verndarkerfi lista og byggingarlistar á ítalska endurreisnartímanum. Flórens var miðstöð þessarar miklu menningarbyltingar og það er engin tilviljun að þetta var líka borgin þar sem Giovanni de ‘Medici opnaði fyrsta fjölskyldubankann árið 1397.

Það voru líka klókir og vandaðir bankahættir Medici sem hjálpuðu þeim að skapa þann gífurlega auð sem Cosimo og síðar Lorenzo ,,hinn glæsilegi’ Medici myndu nota til að styrkja mestu listamenn samtímans.

Á hundrað árum óx veldi Medici bankaættirnar að því að vera það stærsta sem heimurinn hafði séð, með útibúum í Barselóna, Brugge og víðar og lagði grunninn að banka- og fjármálum eins og við þekkjum í dag. Hérna skoðum við nokkrar af þeim nýjungum sem þessi stórkostlega ætt kom á blómaskeiði þeirra sem staðið hafa tímans tönn.

Tvöfalt bókhald (Double-entry bookkeeping)

Uppfinning á tvöfaldri færslu bókhalds má rekja örlítið fyrir tíma Giovanni de Medici en það var fjölskyldan sem fyrst gerði notkun þess vinsælla í bönkum sínum. Medici bankarnir þurftu nákvæmari leið til að geyma bækurnar sínar eða bókfærslur og lágmarka villur vegna innstreymis auðs sem myndast frá kaupmönnum á tímabilinu. Kaupmannastéttin var í mikilli uppsveiflu um Evrópu á þessu tímabili, Miðjarðarhafið og Silkivegurinn kom með dýrar vörur eins og silki, klút og krydd.

Aðferðin við bókhald með tvöfaldri færslu gengur út á jöfnu sem er „eignir = skuldir + eigið fé“. Það þýddi að skráð er bæði inneignir og skuldfærslur, til að auðvelda yfirsýn yfir hvaða peninga fyrirtækið hefur og hvar. Það hjálpaði bankamönnum og kaupmönnum að gera sér grein fyrir fjárhagslegum ákvörðunum sínum og var einfalt en gríðarlega áhrifaríkt bragð sem hjálpaði Medici að byggja upp orðspor sitt fyrir áreiðanleika. Í dag nota næstum öll fyrirtæki bókhaldsaðferðina með tvöfaldri færslu. Þessa uppfinningu eigum við Medici að þakka.

Bankaábyrgð (Letter of credit)

Bankaábyrgð, öðru nafni lánsbréf, var eitt af mikilvægasta fjármálafyrirkomulagi sem komið var og gerði alþjóðaviðskipti kleift að blómstra á 15. öld. Þegar kaupmannalestir skröltu um þjóðvegi Evrópu og skip sigldu um fljót og ár áflunnar og dreifðu fínum vörum, varð lánsbréfið eða bankaábyrgðin nauðsynleg ferðamönnum.

Lánsbréf er samningur þar sem banki kaupanda ábyrgist að greiða banka seljanda þegar vara / þjónusta er afhent. Þeir fengu heimild til að fá pund í útibúinu í London, til dæmis 40 pens í gjaldmiðlinum florín nákvæmlega 90 dögum eftir (tímasetningin var alltaf föst).

Það að flytja reglulega miklar fjárhæðir yfir land var of hættulegt á þessu tímabili. Af þessum sökum myndu kaupmenn leggja flórín (gjaldmiðill Flórens þess tíma) í Medici banka fyrir lánsbréf.

Með þessari litlu nýjung lá líka snilld auðvaldsskapandi peningamaskínu Medici. Snemma á miðöldum var peningasýsla – kölluð okurstarfsemi (útlán peninga til vaxta) höfuðsynd – sem skapaði vandamál fyrir bankastofnanir eins og Medici í hinu trúarlegu og  vandláta samfélagi samtímans. Lánsbréf var ein af mörgum leiðum sem þeir gátu dulið vexti innan viðskipta og forðast að vekja reiða klerkræðisins.

Með áframhaldandi dæmi okkar að ofan, þá myndi útibú bankans í London snúa sér við og finna einhvern sem vildi kaupa flórín í Flórens, en á genginu 36 pens gegn florín (gjaldmiðlar verslaðir með mismunandi gengi heima og heiman). Þessi litli munur á 4 pensum gegn flórín gaf klókum Medici 22% árlega ávöxtun. Í augum guðfræðings samtímans voru þetta gjaldeyrisskiptingar fremur en synd, og leystu þá þar með af dómi Guðs, meðan þeir græddu.

Eignarhaldsfélög (Holding companies)

Þetta flokkast ekki stranglega sem nýsköpun í banka, en Medici-fjölskyldan kynnti fyrsta líkan af nútíma eignarhaldsfélagi, höfuðvígi þeirra sem evrópsk yfirráð valds þeirra lá á. Um það leyti sem bankaræði þeirra byrjaði að molna undir lok 15. aldar höfðu þeir víkkað net sitt út til útibúa víðsvegar um Evrópu, Mílanó, Feneyjar, Róm, London, Genf, Lyon, Avignon, Barcelona og Brugge.

Hvert útibú þess var sameignarfélag, haldið undir aðal eignarhaldsfélaginu í Flórens. Þetta hjálpaði þeim að þróa nýjungar í lánabréfum og víxlaskiptum, halda innlánum, veita lán og treysta nærveru þeirra og traust víða í Evrópu, eins og alþjóðlegir bankar gera í dag. Losti Medici eftir velmegun, völd og verndarkerfi neyddi þá til að endurnýja aðferðir sem auðvelduðu uppsveiflu kaupmannastéttar samtímans, meðan þeir héldu sér til hægri handar Guði.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR