Meira en einn af hverjum tíu kórónusjúklinga sem hafa verið lagðir inn í síðasta mánuði hafa smitast á sjúkrahúsinu, skrifar Berlingske.
Þar kemur fram í skýrslu frá Statens Serum Institut (SS) sem fjallar um innlagnir dagana 22. nóvember til 23. desember.
Þetta er aðallega vegna hins mjög smitandi omicron afbrigðis, segir Hans Jørn Kolmos, prófessor í klínískri örverufræði við háskóla í suður Danmörku í Óðinsvéum.
– Það er getur verið banvænt fyrir sjúklinga að verða fyrir sýkingu á spítalanum. En það er því miður líka nánast óumflýjanlegt með afbrigði eins og omikron, segir hann við Berlingske. Rifja má upp að smit kom upp á Landspítalanum í Fossvogi og eru mjög margir starfsmenn og sjúklingar smitaðir. Þrátt fyrir að einhverjir starfsmenn ættu að vera í sóttkví hafa þeir verið kallaðir til starfa vegna manneklu.