Swinger klúbburinn Tucan Club norður af Kolding í Danmörku hefur tilkynt að fullt hús verði þegar klúbburinn opnar dyr sínar í kvöld í fyrsta skipti síðan frá lokuninni 9. desember vegna kórónaveirunnar.
Klúbburinn hefur meira að segja klukku á heimasíðu sinni sem telur niður að opnun klukkan 18.
– Þetta þýðir að við getum fengið mikið af yndislegu gestunum okkar sem hafa saknað þess að koma og þá þýðir það auðvitað að við getum byrjað að fá peninga í kassann aftur, segir Torben Nielsen eigandi.
Það geta verið allt að 250 gestir í einu í hinum ýmsu herbergjum, þar á meðal vellíðunarsvæði, SM deild, litlum krókum og rými í kjallara, risi og utan.
Allir þátttakendur verða að sýna gilt kóróna vegabréf þegar þeir koma og bera grímu fyrir vitum við innganginn og á barssvæðinu.