Mávur lá límdur við stétt alla nóttina: „Þetta er ljótur gjörningur“

Lögreglunni í sveitarfélaginu Sortland í Noregi var tilkynnt um máv sem hafði legið alla aðfaranótt sunnudags límdur við stétt í bænum Lamarka. Bæði lögreglan og dýraverdunarsamtök í sveitarfélaginu eru sannfærð um að lími hafi vísvitandi verið hellt á stéttina með það í huga að mávur eða að annar fugl myndi festast við stéttina. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir hefur brauði verið komið fyrir í líminu.

„Það var lím á stórum bletti á stéttinni úti fyrir húsi. Mávurinn var límdur fastur með vængina útbreidda. Þetta er ljótur gjörningur,“ segir meindýraeyðir bæjarfélagsins, Jostein Holmeng. Hann aflífaði mávinn um ellefuleytið fyrir hádegi á sunnudeginum.

„Það var ekki séns að bjarga honum. Ég gat ekki rifið hann lausan. Hann var dauðadæmdur,“ segir hann.

Holmeng hefur verið meindýraeyðir í yfir tuttugu ár en aldrei séð neitt líkt þessu áður.

Lögreglan mun ekki reyna að upplýsa hver stóð á bak við þetta dýraníð nema einhver leggi fram kæru.

Aðrar Fréttir

Fuglaflensa fannst í Noregi

Fuglaflensa hefur fundist í villtum fugli í suðvesturhluta Noregs, upplýsir norska matvælaeftirlitið. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í  gæs í Sandnes, samkvæmt frétt NRK. Íbúar svæðisins eru nú beðnir

Lesa meira »
Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn