London:Elti hryðjuverkamann með slökkvitæki og náhvalstönn

Maður nokkur sem hjálpaði til við að yfirbuga mann sem stakk fólk með hníf á Lundúnarbrú í kvöld hefur verið hylltur fyrir hugrekki sitt á netinu og í fjölmiðlum.

Hann brást hratt við þegar ljóst var að hryðjuverkamaður var byrjaður að ráðast á fólk sem statt var í sögufrægri byggingu í nágrenni Lundúnarbrúar og reif þar niður náhvals tönn og slökkvitæki. Hann hljóp síðan að gernings manninum og hrakti hann út úr byggingunni og í áttina að brúnni þar sem hann ásamt öðrum vegfarendum reyndi að yfirbuga hryðjuverkamanninn. Hryðjuverkamaðurinn hefur verið nafngreindur og heitir hann Usman Khan og er 28 ára. Hann var skotinn af lögreglu þegar hann streittist á móti handtöku. Khan náði að bana tveim og særa nokkra áður en hann var skotin. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR