Lokuðu vefsíðu sem bjó til falsaða kórónapassa

Lögreglan í Kaupmannahöfn lokaði í gær vefsíðu sem framleiddi falsaða kórónapassa. Og akkúrat núna er lögreglan að vinna að því að loka einni síðu í viðbót segir í frétt dr.dk um málið.

Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti þetta í samtali við danska ríkisútvarpið. Lögreglan mun ekki segja til um hvaða netsíður er verið að tala um.

En samkvæmt Brian Belling lögreglueftirlitsmanni frá Kaupmannahafnarlögreglunni líta þeir á málin af „mikilli alvöru“ og vinna að því að finna sökudólga. En það eru engar ákærur ennþá.

Brian Belling hvetur til þess að fólk falli ekki í þá freistni að nota svona síður:

– Þú verður að muna að þetta er persónulegt skjal og að þú getur því gerst sek/ur um fölsun ef þú notar falsað kóróna vegabréf, segir hann í skriflegri athugasemd til danska ríkisútvarpsins.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR