Lögregla rannsakar mögulega bílasprengju í Gladsaxe sem tilraun til manndráps

Hugsanleg bílasprengja, sem fannst í gær í Gladsaxe í Danmörku, gæti verið tengd ágreiningi milli mótórhjólaklíkna segir lögreglan í Kaupmannahöfn. 

Lögreglan í Vestur-Kaupmannahöfn rannsakar mögulega bílasprengju á Gyngemose Parkvej í Gladsaxe sem tilraun til manndráps.

Lögregla hefur ekki sem stendur nefnt ástæður, en telur að atburðurinn geti tengst valdabaráttu um yfirráð yfir fíkniefnasölu milli klíkna.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR