Landamæraeftirlit gerir glæpamönnum erfiðara fyrir: ESB ekki ánægt

Landamæra eftirliti sem komið var á þegar flóttamannaflóðbylgjan mikla skall á Evrópu og var sérstaklega beint að því að athuga hvort fólk væri með gilda passa er að skila Dönum öruggara samfélagi. Það er að koma á daginn að áherslan við eftirlitið hefur breyst. Eftirlitið hefur gert það að verkum að nú gómar lögreglan fleiri eiturlyfjasmyglara, vopnasmyglara og aðra glæpamenn í meira magni og bónusinn er að það er gert áður en þeir komast inn í landið. Landamæraeftirlitið hefur verið bætt á ýmsan máta eftir því sem reynsla hefur gert lögregluna reynslumeiri við eftirlitið. Áður fyrr voru bara lögreglubílar staðsettir við landamærin en lögreglumenn höfðu litla sem enga aðra aðstöðu.

Nú hefur verið bætt við skálum þar sem aðstaða er til að kalla menn til frekari yfirheyrslu og aðstaða til að rannsaka bíla inni í friði fyrir roki og rigningu.

Borgarstjórinn í Abenraas, sem er rétt við landamærin, og var áður mikill andstæðingur hertrar landamæragæslu gleðst nú yfir betri aðstöðu landamæravarða enda segir hann að samfélagið finni mikið fyrir landamæragæslunni. Það endurspeglast í lægri glæpatíðni í borginni. 

Schengen samstarfið himnaríki glæpamanna

Schengen samstarfið var hugsað til að auðvelda og stytta tíma fólks við að ferðast á milli landa en hefur algjörlega snúist upp í andhverfu sína. Schengen var tekið fagnandi af skipulögðum glæpasamtökum og sagði lögreglustjórinn í Kaupmannahöfn eitt sinn að Schengen væri himnaríki glæpamanna því þeir gætu ferðast með eiturlyf, vopn og kynlífsþræla óhindrað á milli landa.

Taka upp landamæragæslu milli Svíþjóðar og Danmerkur

Svo vel hefur landamæragæslan á landamærum Danmerkur og Þýskalands heppnast að Danir ákváðu að herða landamæraeftirlit á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar.

ESB ekki ánægt með landamæraeftirlitið

Evrópusambandið snupraði Dani fyrir nokkrum mánuðum vegna eftirlits á landamærum og er það ekki í fyrsta skipti sem ESB hnýtir í Dani vegna þess. 

ESB hefur ástæðu til að vera á tánum vegna Schengen því þýsk stjórnvöld eru farin að velta fyrir sér hertri landamæragæslu. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR