Kórónuveirugreiningartæki sem greinir smit á 5 mínútum tilbúið til notkunar

Hinn 27. mars veitti bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið – FDA – neyðarleyfi til handa tæknifyrirtækinu Abbott Laboratories fyrir greiningartæki  sem gerir skyndipróf fyrir COVID-19 og er hannað fyrir læknastofur, gjörgæslustöðvar og smærri sjúkrahús sem hafa ekki hátækni rannsóknarstofur. Samkvæmt fyrirtækinu, sem staðsett er í Illinois, getur prófið gefið jákvæða niðurstöðu á allt að fimm mínútum og neikvæðar niðurstöður á um það bil 13 mínútum.

Prófið er keyrt á ID NOW greiningartæki Abbott, sem er um það bil á stærð við brauðrist, og er nú notað af mörgum stöðum til að gera skynipróf fyrir flensu, streptókokka og sýkingu í öndunarfærum (RSV) meðan sjúklingar bíða. Áður en COVID-19 kom til sögunnar, þurftu lækningaraðilar að panta að auki viðbótarhylki sem kostar 40 dollara, sem er um það bil á stærð við blekhylki fyrir prentara, sérstaklega þróuð til að ná upp erfðafræðilegum merki af SARS-CoV-2 veirunni.

Abbott prófið – eins og gullstaðallinn af COVID-19 prófsinu sem þróaður var af bandarískum stjórnvöldum – notar efni til að splundra ytri skel veirunnar svo hún útdeilir eða losar út erfðaefni sitt, í formi RNA. Efnafræðileg viðbrögð magna síðan erfðaefnið svo sérstakar sameindarannsóknir í próflausninni geta sótt jafnvel lítið magn af veirunni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR