Kóróna: Hjúkrunarfræðingur segir umbun vera „eins og háð“ – Íslenskir fengu samskonar „umbun“

Sænski hjúkrunarfræðingurinn Ida segir að sér hafi liðið eins og verið væri að gera grín af henni eftir að hún fékk gjafakort upp á sem svarar 6000 íslenskar krónur fyrir álagið sem verið hefur á heilbrigðisstarfsfólki vegna kórónaveirunnar. „Þetta var svona svolítið eins og háð,“ segir Ida.

Hjúkrunarfræðingurinn Ida Lindbäck í Umeå fékk 400 sænskar krónur (um 6000 ísl.kr.) í formi gjafakorts en Anna Hedman kollegi hennar í Falun fékk 5.000 sænskar krónur aukalega á mánuði (um 75.000 ísl.kr.), 20 þúsund sænskar krónur (um 300.000 ísl.kr) fyrir hverja orlofsviku og 1.000 sænskar í bónusa (um 15.000 ísl.kr.).

Það er mikill munur á heilbrigðissvæðunum þegar kemur að auka sporslum til starfsfólks heilsugæslunnar samkvæmt frétt SVT.

– Ég held að þeir gætu greitt okkur meira miðað við hversu mikið við höfum unnið, segir smithjúkrunarfræðingurinn Ida Lindbäck í Umeå.

Sænska ríkisútvarpið sem fjallaði um málið sendi fyrirspurn á öll heilsugæslusvæðin í Svíþjóð um hvort þau hafi veitt starfsfólki einhverjar aukagreiðslur til viðbótar laununum árið 2020. Svörin sýna að það er mikill munur, frá nokkur hundruð kalli upp í þúsundir króna.

– Þetta fannst okkur svolítið eins og háð, eins og þeir stigu aldrei fæti inn á okkar deild og sáu hvað við vinnum mikið. Við öll sem vinnum hér verðskuldum miklu meira, segir Ida Lindbäck sem fékk gjafakort að upphæð 400 sænskar krónur.

Íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa margir hverir lent í samskonar máli. Margir þeirra glöddust þegar það spurðist út að veita ætti starfsmönnum sjúkrahúsa umbun vegna aukins álags af völdum kórónaveirunnar.

Þegar til kom reyndist umbunin um 6000 krónur og eftir skatt um 1.094 krónur samkvæmt frétt mbl.is um málið í júní 2020.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR