Myndum sem dreift var í vikunni á internetinu virðast sýna kínverskan kafbát fara til hafnar neðanjarðar á Hainan eyju í Suður-Kínahafi.
Gervihnattamynd frá bandaríska myndgreiningarfyrirtækinu Planet Labs, sem birt var fyrst á samfélagsmiðlareikningum Radio Free Asia, sýnir hvað virðist vera gerð kjarnorku knúins kafbáts af tegund 093 sem fer inn í göng að neðanjarðar bryggju í Yulin flotastöðinni á Hainan eyju í Suður-Kína hafi.
Margir netverjar hentu gaman að þessari uppgötvun og líktu þessu við bestu njósnamyndir eða ævintýrasögur. Twitter notandi sendi bara orðin „Bond, James Bond“ í viðbrögðum við myndinni. Aðrir vísuðu til skáldskaparins Nautilus, úr skáldsögu Jules Verne um kafbátinn Nautilus. Hernaðarsérfræðingar sem fréttastofan CNN talaði við sögðu að það væri sjaldgæft að ná myndum sem þessum en það sem væri ekki sjaldgæft væri að Kínverjar notuðu herbækistöðvar sem væru neðanjarðar, jafnvel fyrir kafbáta.