Kínverjar hætta að selja norskan lax eftir að kórónasmit fannst á skurðarbretti

Stórir verslunarkjarnar í Kína hafa tekið norskan lax úr sölu eftir að kórónaveiran fannst á skurðarbretti á matarmarkaði í höfuðborginni Beijing sem notað var til að skera influttan norskan lax.

Afleiðingin er að norskur lax selst ekki í kína í augnablikinu. Algjört stopp er komið á innflutning á lax frá Noregi.

Samkvæmt  fréttaveitunni Reuters hefur verið sett stopp á innflutning þótt als óvíst sé hvort veiran geti borist úr þýddum lax í menn. Kínversk heilbrigðisyfirvöld viðurkenna að ekki sé ljóst hvort smitið komi frá menguðum fisk eða kjöti, eða frá smituðu fólki sem var á markaðinum. En yfirvöld telja að böndin berist að innfluttum norskum lax og afleiðingin er algjört hrun í sölu á norskum lax til Kína.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR