Það er engin álitshnekkir í því að berjast fyrir réttindum aldraðra segir danski sóknarpresturinn Poul Joachim Stender. Hann hefur biðlað opinberlega til unga fólksins að leiða hugann að því að einhvern tíma verði þau gömul, því eigi þau nú að tala fyrir réttindum eldra fólks.
Hinn hrottalega handtaka George Floyd í Bandaríkjunum, sem leiddi til dauða hans, og sem deilt var á netinu, fékk tugþúsunda ungra Dana á göturnar til að tala fyrir réttindum svartra.
Nokkrum vikum síðar komu brot úr bannaðri heimildarmynd TV2 þar sem hin 90 ára gamla kona Else, að sögn sérfræðinga er vitglapin, er beitt bæði vanrækslu og vanvirðandi meðferð.
Hjúkrunarheimilið Kongsgården hefur í dag fengið athugasemd frá danskri stofnun sem hefur umsjón með sjúklingaöryggi sem ályktar af þætti TV2 að meðferðin „feli í sér vandamál sem eru mikilvæg fyrir öryggi sjúklinga“.
Meðferðin á Else hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna en hún hefur ekki leitt til mótmæla.
Það er engin vanvirðing í því að berjast fyrir réttindum aldraðra, segir sóknarpresturinn Poul Joachim Stender í samtali við Kristeligt Dagblad.
– Við vitum af málinu frá Else, en einnig einkalífi okkar, að aðstæður gamla fólksins er ekki góðar almennt á hjúkrunar og elliheimilum, en það er enginn sem mótmælir, segir hann.
Er hægt að líkja máli Else við George Floyd og kúgun blökkumanna í Bandaríkjunum?
– Ég held það, vegna þess að gamla fólkið í samfélagi okkar er á margan hátt kúgað, pyntað og meðhöndlað virkilega illa. Þess vegna verða sumir að tala máli þeirra vegna þess að þau geta það ekki sjálf, segir Poul Joachim Stender.
Eldra fólk fær að „grotna“
Sóknarpresturinn telur að mikill aldurs rasismi sé í samfélagi okkar. Orðið „gamalt“ gerir hluti eins og ost og vín alveg frábært, en ef þú setur orðið fyrir framan „fólk“ verður það klaufalegt, segir Poul Joachim Stender.
Fjölmiðlar spyrja aldrað fólk aldrei um skoðun þeirra á núverandi efni, auglýsingar höfða alltaf til ungs fólks.
– Það verður aldrei vinsælt að tala fyrir aldraða. Þeir fá að „grotna.“
Samkvæmt Poul Joachim Stender áttu bæði móðir hans, amma og tengdamóðir lélega dvöl á hjúkrunarheimilum.
Hann viðurkennir að Danmörk og ungi hluti þjóðarinnar barðist fyrir öldruðum meðan Kínaveiran var í hámarki, þar sem ungt fólk saknaði alls allt frá partýum til að ferðast, sem er svo stór hluti af æskulífi.
Nú vonar hins vegar Poul Joachim Stender að þeir muni berjast áfram.
– Nú þegar gamla fólkið hefur lifað af verðum við að sýna fram á að við verndum það líka og berjumst fyrir þeirra málstað, meðal annars með því að veita mun betri aðstæður á dönskum elliheimilum.
Ungt fólk hvílir á herðum aldraðra
Loftslagsumræðan hefur einnig ráðið mikið á undanförnum árum og í þingkosningum er vísað til „loftslagsvals“.
Hér hefur líka ungt fólk verið á götum úti til að krefjast meiri áherslu á loftslagið. „Þið gömlu, hafið skapað vandamálið, en við, unga fólkið, verðum að leysa það,“ sagði Greta Thunberg, loftslagsaðgerðarsinni, meðal annars.
Í stað þess að kenna hinum gömlu um telur Poul Joachim Stender að ungir Danir ættu að þakka fyrri kynslóðum fyrir að hafa skapað velferð í Danmörku.
– Unga fólkið býr hátt á túnum sem það gamla plægði. Unga fólkið hvílir á fyrri kynslóð og eiga þeim miklar þakkir fyrir það sem hún hefir gert, segir hann.
Mest af öllu vill hann þó að unglingabylting tali fyrir aldraða, því það eru þau ungmennin sem geta skipt sköpum.
– Ef það væru 5.000 ungmenni fyrir framan Christiansborg, myndu stjórnmálamennirnir hlusta. En það er ekki raunhæft, vegna þess að það er enn tabú í samfélagi okkar að tala fyrir málstað eldriborgara, segir Poul Joachim Stender.
Greinin er lauslega þýdd af vef Dr.dk.