Byrjað er að sekta fólk í Kaupmannahöfn fyrir að brjóta samkomubann. Lögreglan hefur sérstaklega beint sjónum sínum að Íslandsbryggju þar sem vinsælt er að koma saman þegar veður er gott og sólin skín eins og verið hefur síðustu daga. Þannig var móðir sektuð fyrir að fara með tvö börn sín á leikvöll. Sektirnar voru skrifaðar út í morgun og nema allt að 2.500 dönskum krónum eða um 55.000 íslenskum krónum. Yfirvöld hafa verið að undirbúa borgaranna síðustu daga um að nú verði engin miskunn sýnd ef lögregla verður vör við að fólk haldi ekki réttri fjarlægð eða hópist saman eins og verið hefur á Íslandsbryggju síðustu daga.
Kaupmannahöfn: Lögreglan byrjuð að sekta fólk fyrir brot á samkomubanni
- April 26, 2020
- 12:01 pm
- Erlent, Fréttir