Joe Biden elliær?

Einn af helstu álitsgjöfum Fox News, Brit Hume, sagði í fréttaskýringaþættinum „Tucker Carlson í kvöld“ á þriðjudag, að röð mismæla frá hinum fyrrverandi varaforseta, Joe Biden, í herferð sinni fyrir tilnefningu demókrata til forsetaembættis, bendir til þess að hinn 77 ára gamli öldungadeildarþingmaður, „…eins og svo margir á hans aldri, er að missa minnið og er að verða elliær. “

„Ég held að það sé enginn vafi á þessu,“ sagði Hume. ,,Ég hef ummerki um þetta hjá sjálfum mér. Ég veit hvernig honum líður. Stundum ertu ruglaður, stundum manstu ekki, ,,Hvað áttu að gera næsta morgun?’ – og ég er ekki í framboði til forsetaembættis og það er líklega eins gott að ég sé það ekki. “

Hume bætti við að nýleg frammistaða Biden á kosningaherferð hans sé frábrugðin langri sögu mismæla hans: „Ef þú hefur þekkt hann nógu lengi, þá venstu þessu og þér finnst mismælin vera fyndin og eru bara hluti af því hver hann er og þau séu skaðlaus …en svo er ekki ef viðkomandi ætlar að gegna valdamesta embætti Bandaríkjanna.”

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR