Ítalía: Flokkar sem efast um ESB með mest fylgi

Nýleg skoðanakönnun SWG á Ítalíu sýnir nú að það eru hægri þjóðernisflokkarnir Lega Nord (Ligaen) og Fratelli d’Italia (bræður Ítalíu) sem hafa mest fylgi meðal þjóðarinnar, með 21 og 19,5 prósent stuðning, hvorir um sig, eða samtals 40,5 prósent. Flokkarnir boða meðal annars hertari reglur vegna hælisleitenda og hafa efasemdir um veruna í ESB. Þriðji stærsti flokkurinn er jafnaðarmannaflokkurinn Partito Democratico með 19,2 prósent.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR