Íslendingar búsettir erlendis þurfa ekki að fara í sóttkví – bara Íslendingar búsettir hér á landi

Margir hafa furðað sig á orðalagi nýjasta útspils heilbrigðisyfirvalda. Sóttvarnayfirvöld sendu þessa tilkynningu frá sér í dag:

„Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar hááhættusvæðin vegna COVID-19 frá og með morgundeginum.

Frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020 er Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsinsskylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. 

Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa.“

Íslendingur er ekki sama og Íslendingur

Þannig virðist lítið svo á að Íslendingur búsettur erlendis sé ólíklegri til að vera smitberi en Íslendingur sem búsettur er hér á landi. Þannig að ef Íslendingur búsettur hér á landi skreppur í heimsókn til ættingja sem búsettur er erlendis og þeir verða svo samferða í sömu flugvél til Íslands þá þarf Íslendingurinn sem búsettur hér á landi að fara í tveggja vikna sóttkví en sá sem búsettur er erlendis þarf þess ekki. Gildir þá einu að báðir finna ekki fyrir neinum einkennum.

Þetta hefur starfsmaður landlæknis og starfsmaður hjá almannavörnum staðfest í símtali við ritstjóra skinna.is í dag. Sem fyrr þurfa ferðamenn heldur ekki að fara í sóttkví og eru rökin fyrir því að þeir séu ekki sama smithættan og Íslendingur. Ferðamenn eru ekki tengdir fjölskylduböndum hér og sóttvarnaryfirvöld telja að þeir smiti minna út frá sér, séu þeir smitberar, þótt þeir séu á þvælingi um alla landsfjórðunga. Þessi rök koma líka mörgum undarlega fyrir sjónir því ferðamenn hljóta að þurfa að eiga samskipti við Íslendinga á hótelum og þess háttar. 

En að sjálfsögðu gildir sú almenna regla að þeir sem finna fyrir einkennum láti skima sig og Íslendingar búsettir erlendis sem hingað koma gæti ýtrustu varúðar í umgengni og hlýti öllum sóttvarnareglum. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR