Hvaða áhrif hefur kórónaveiran á astmasjúklinga?

Þeir sem hafa astmaeinkenni velta eflaust fyrir sér hvaða áhrif kórónuveiran COVID-19 hefur á þá?

Það er vel þekkt að aðrir öndunarfærasjúkdómar, svo sem kvef eða flensa, geta kallað fram astmaeinkenni, sem hugsanlega geta leitt til astmaáfalls, samkvæmt Astma- og ofnæmisstofnuninni í Bandaríkjunum (Asthma and Allergy Foundation of America). En gildir það sama um hinu nýju kórónuveiru?

Eftirfarandi frásögn er byggð á viðtali Fox News við Dr. David Hill, sem er talsmaður Bandarísku lungnasjúkdóma samtakanna (the American Lung Association)

Eru vísbendingar um að astmasjúklingar geti verið næmari fyrir nýju veirunni en sjúklingar sem ekki eru með astma?

Ekki ennþá, að sögn Hill.

„Það eru engar skýrar vísbendingar um að sjúklingar með astma séu næmari fyrir að smitast af COVID-19. Sérhver veirusýking getur leitt til versnandi astma, svo sjúklingar með astma og sérstaklega þeir sem eru með alvarlegri sjúkdóma gætu orðið fyrir alvarlegri áhrifum af COVID-19,“ sagði hann.

Eru upplýsingarnar um það hvernig aðrar kórónuveirur hafa áhrif á astmasjúklinga gagnlegar á þessum tíma? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?

„Það eru mjög takmarkaðar upplýsingar um tengingu annarra tegunda kórónuveirusýkinga og astma. Bæði SARS og MERS höfðu alvarlegri afleiðiingar hjá sjúklingum með undirliggjandi lungnasjúkdóm, en þetta eru til að mynda sjúklingar með langvinna lungnateppu og aðra öndunarfærasjúkdóma ásamt astma,“ sagði Hill. „Vægari kórónuveirur sem valda algengum einkennum í kvefi tengjast astma hjá börnum. Aftur getum við búist við að COVID-19 sýking geti leitt til aukinna astmaeinkenna, en ekki endilega hjá astmasjúklingum sem hafa góða stjórn á asmaeinkennum pg ekki verri hjá en jafnöldrum.

Hvaða auka varúðarráðstafanir ættu astmasjúklingar að grípa til, ef einhverjar, vegna kórónuveirufaraldsins?

Í stuttu máli: Gakktu úr skugga um að þú hafir nægar birgðir af astmalyfjum.

„Það er mikilvægt að astmasjúklingar haldi áfram inntöku venjulegra astmalyfja til að halda sjúkdómnum í skefjum. Þeir ættu að sjá til þess að þeir hafi langtíma birgðir af lyfjum,“ sagði Hill. „Mikilvægast er að þeir fari nákvæmlega eftir ráðleggingum um félagslega fjarlægð. Vertu heima, forðast aðra, þvoðu hendurnar. Það er mjög erfitt að fá COVID-19 ef þú ert ekki að hitta aðra og félagsleg fjarlægð mun takmarka útbreiðsluna.“

Ætti fólk með astma að ganga með andlitsgrímur?

Nei, segir Hill.

„Almenningur þarf ekki að nota grímur, sérstaklega í núverandi ástandi vegna skorts á búnaði,“ sagði Hill. „Forgangsraða þarf notkun grímna fyrir heilbrigðisstarfsmenn í fremstu víglínu. Grímur eru ekki hannaðar til að nota stöðugt og munu glata virkni.“„Ef þú snertir utan á grímu sem hefur veiruna á sér, muntu menga hendurnar. Grímur geta [einnig] gefið ranga öryggistilfinningu. Enn og aftur, félagsleg fjarlægð er lykillinn,“ bætti hann við.

Talandi um andlitsgrímur, hversu árangursríkar eru þær í raun og veru?

„Skurðlækningar grímur koma ekki í veg fyrir að þú fáir sjúkdóma,“ sagði Dr. WilliamSchaffner, prófessor í forvarnarlyfjum og smitsjúkdómum við Vanderbilt háskóla, og lækningastjóri Landssjóðs smitsjúkdóma. Það er ekkert öruggt þegar um smitsjúkdóma er að ræða.

Hvað á astmasjúklingur að gera ef einhver fjölskyldumeðlimur fær veirusmit?

„Ef fjölskyldumeðlimur astmasjúklings eða einhver annar fær COVID-19, ætti þessi fjölskyldumeðlimur að einangra sig samkvæmt opinberum ráðleggingum,“ sagði Hill. „Þeir sem búa hjá þeim ættu að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda um hreinlæti til að forðast smit. Ef fjölskyldumeðlimir sýktra sjúklinga fá einkenni ættu þeir að hafa samband við heilbrigðisþjónustuna varðandi greiningu.“

Af hverju gætu þeir sem hafa astma verið í meiri hættu vegna fylgikvilla?

Í stuttu máli, að fá COVID-19 gæti  valdið versnandi einkennum astmasjúklinga.

„Astmi getur sett sjúklinga í aukna hættu ef þeir fá COVID-19 vegna þess að veiran getur aukið einkenni astmans. Líklegra er að þetta komi fram hjá sjúklingum sem eru með alvarlegri sjúkdóm, “ sagði Hill. „Almennt eru eldri sjúklingar í mun meiri hættu vegna fylgikvilla COVID-19 með eða án astma. Sum lyfjanna sem við notum til að meðhöndla astma eru ónæmisbælandi og gætu gert astmasjúklinga næmari fyrir COVID-19 sýkingum.“

Sem sagt,  „Sjúklingar ættu ekki að hætta eða breyta lyfjum sínum þar sem hættan á stjórnlausum astma vegur þyngra en aukin hætta á smiti,“ sagði Hill. „Ef sjúklingur með astma veikist af COVID-19 og þarfnast sjúkrahúsvistar mun umönnunarteymi hans taka viðeigandi meðferðarákvarðanir byggðar á bestu fáanlegu sönnunargögnum á hverjum tíma.“

Sjá má viðtalið á eftirfarandi vefslóð:

https://www.foxnews.com/health/how-does-coronavirus-affect-asthma-sufferers

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR